Fara í efni

Sveitarstjórn

509. fundur 26. júní 2024 kl. 16:00 - 18:23 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Árný Huld Haraldsdóttir aðalmaður (ÁHH)
  • Rebekka Eiríksdóttir varamaður (RE)
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og varamaður (IBE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

509. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, aukafundur.

Miðvikudaginn 26. júní 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE), 

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ),     

Árný Huld Haraldsdóttir, aðalmaður (ÁHH), 

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS), boðaði forföll en Rebekka Eiríksdóttir, varamaður (RE) sat fundinn í hennar stað,

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ) boðaði forföll en Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri og varamaður (IBE) sat fundinn í hans stað.

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir. 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 4 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 13. júní 2024.

1.1 2406020 – Aðalskipulag 2022 – 2034, breyting Króksfjarðarnes.

Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning aðalskipulagsbreytingar í Króksfjarðarnesi og taka saman lýsingu skipulagsverkefnisins, sem verði afgreidd og kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna lýsinguna og kynna hana í samræmi við kröfur skipulagsreglugerðar.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

2.   Fundur í velferðanefnd 5. júní 2024.

HJ fór yfir fundargerðina og hún staðfest.

Varðandi lið 4: Sveitarstjórn þakkar Soffíu Guðmundsdóttur og Hjördísi Ingu Hjörleifsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins.

3.   Fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd 7. maí 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina og hún staðfest.

Samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1.   2406006 – Ársreikningur Reykhólarhepps 2023, fyrri umræða.

Lagður er fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.048,2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 800,6 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 120,4 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 104,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.

Heildareignir sveitarfélagsins námu 1.009,7 millj. kr. og heildarskuldir 262,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 747,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 616,5 millj. Kr.

Ársreikningi Reykhólahrepps 2023 vísað til síðari umræðu á fundi 3. júlí 2024. Samþykkt samhljóða.

 

Oddviti vék af fundi kl. 16.47

Varaoddviti tók við fundarstjórn.

2.   2406021 - Tómstundafulltrúi, beiðni um launalaust leyfi í 1 ár.

Sveitarstjórn samþykkir að veita tómstundafulltrúa ársleyfi frá störfum. Sveitarstjóra falið að ræða við tómstundafulltrúa varðandi útfærslu. Samþykkt samhljóða.

Oddviti kom aftur inn á fund kl. 17.00 og tók við fundarstjórn.

 

 

3.   2406024 - Minnisblað vegna samgangna í Reykhólahreppi.

Lagt fram minnisblað dagsett 25. júní 2024.

Í Reykhólahreppi eru víða vegir sem þurfa meiri þjónustu en verið hefur. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur áhyggjur af því að markmiðum um greiðar samgöngur og umferðaröryggi vegfarenda sé ekki náð í sveitarfélaginu þrátt fyrir að mörg verkefni séu að styrkja grundvöll markmiðanna

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur áhyggjur af umferðaröryggi á vegum frá Bjarkalundi að Gilsfjarðarbrú og óskar eftir fundi með Vegagerðinni til að ræða lausnir sem geta aukið umferðaröryggi. Vestfjarðavegur 60 er þjóðvegur Vestfirðinga og mun verða aðalvegur vestur á firði á næstu árum og stysta leið til annarra landshluta. Vegurinn hefur farið mjög illa vegna þungaflutninga í leysingum vorið 2024 og er slitlag víða ónýtt eða búið að breyta þeim aftur í malarvegi. Þrátt fyrir að framkvæmd um nýtt slitlag sé á áætlun nú í sumar mun sú framkvæmd hafa þau áhrif að aðrir vegir innan sveitarfélagsins sitja á hakanum.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur áhyggjur af þjónustu og viðhaldi á vegum í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að þjónusta malarvegi og sinna vetrarþjónustu svo fólk geti tilheyrt því samfélagi sem þau búa í.

 

Sveitarstjórn óskar eftir fundi með Vegagerðinni og felur sveitarstjóra að koma minnisblaði til Vegagerðarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

4.   2406023 - Íbúaþing 29. ágúst 2024.

Lagt fram minnisblað frá oddvita dagsett 25. Júní 2024.

Sveitarstjórn felur verkefnastjórum hringrásarsamfélagsins og uppbyggingar og framkvæmda, ásamt oddvita og sveitarstjóra að undirbúa þingið. Áætlaður kostnaður við þingið er 150.000 kr. og verður tekinn af lið 21011.

Samþykkt samhljóða.

Önnur mál:

5.   2406024 - Ferð sveitarstjórnar til Flateyjar:

Tillaga um að sveitarstjórn fari í heimsókn til Flateyjar þann 8. ágúst næstkomandi.

Sveitarstjóra falið að hafa samband við íbúa, Flateyjarveitur og Framfarafélag Flateyinga.

Samþykkt samhljóða.

 

6.   2406026 - Erindi vegna heitavatnsflutninga:

Erindi frá Guðlaugi Pálssyni dagsett 26. júní 2024 þar sem bréfritari fer yfir þá stöðu sem upp er komin, en skrúfað hefur verið fyrir heitt vatn til saltverksmiðjunnar Norður & Co. ehf.

 

Sveitarstjórn harmar þá stöðu sem upp er kominn þar sem lokað hefur verið fyrir flutning á heitu vatni til saltverksmiðju Norður & Co. ehf. Skorar sveitarstjórn hér með á aðila málsins; Þörungaverksmiðjuna hf., Orkubú Vestfjarða ohf., Norður & Co. ehf. ásamt íslenska ríkinu að hefja þegar viðræður til samninga og lausna með það að markmiði að vinna að uppbyggingu samfélaginu til heilla og tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækja á svæðinu.

Síðastliðið ár hefur sveitarstjórn Reykhólahrepps haft frumkvæði af því og lagt í mikla vinnu við að leita leiða að úrlausnum á málefnum hitaveitum Reykhóla og flutnings á heitu vatni til iðnaðarsvæðis Karlseyjar svo unnt verði að tryggja rekstrargrundvöll þeirra fyrirtækja sem þar starfa. Gætt var að hagsmunum og sjónarmiðum allra hlutaðeigandi í von um sátt og með samningsvilja allra aðila að leiðarljósi.

Fyrir liggja áætlanir um nýtt deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði Karlseyjar með tilheyrandi kostnaði og vinnu fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn telur að með þessum hætti sé verið að standa í vegi fyrir áform um frekari uppbyggingu í Karlsey og þar með áframhaldandi vinnu við deiliskipulag. Sveitarstjórn hvetur áðurnefnda aðila til að finna lausn á jarðhitamálum og flutningum á heitu vatni til uppbyggingar á svæðinu. Samþykkt samhljóða

 

7.   2406027 - Erindi vegna sorpgjalda:

Sveitarstjóra falið að svara bréfritara miðað við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða

 

8.   2406028 - Mötuneyti Reykhólahrepps:

Sveitarstjórn telur rekstri mötuneytisins betur komið undir hverri stofnun fyrir sig. Sveitarstjóra falið að ræða við stjórnendur Reykhólaskóla og Barmahlíðar ásamt starfsmönnum mötuneytisins um næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

 

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 18.23

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.