Sveitarstjórn
512. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 11. september 2024, kl. 16:00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE),
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ),
Árný Huld Haraldsdóttir, aðalmaður (ÁHH),
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS), boðaði forföll
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ),
Rebekka Eiríksdóttir, varamaður (RE),
Einnig sátu fundinn,
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri (IBE),
Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri (HG) undir lið 7 á dagskránni.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.
Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 1 mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 511. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 14. ágúst 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 9. september 2024.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundur í mennta- og menningarmálanefnd 9. september 2024.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.
3.1. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Ásgarður skóli í skýjunum.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknirnar samhljóða.
3.2. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Reykhólaskóli.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða.
3.3. Bréf frá Agnieszka Kowalczyk
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða. Gjaldskrá mun taka mið af gjaldskrá leikskóla. Skólastjóra Reykhólaskóla falið að vinna að útfærslu í samvinnu við leikskóla og tómstundafulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
3.4. Húsnæði fyrir félagsmiðstöð
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða. Hópurinn starfi innan síns vinnutíma. HG verði í forsvari fyrir starfshópinn.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.
4. Fundur Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða 13. ágúst 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún staðfest.
Mál til afgreiðslu
1. 2409009 - Fjárhagsáætlun 2025 – 2028, rammaáætlun 2025.
Lagður er fram rammi að fjárhagsáætlun 2025 ásamt minnisblaði.
Farið yfir forsendur áætlunargerðar fyrir næsta ár, rammanum vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.
2. 2409001 - Rekstur verslunar- og veitingastaðar Hellisbraut 72, samningur.
Lögð er fram umsókn um rekstur á verslun og veitingastað að Hellisbraut 72 frá Árnýju Huld Haraldsdóttur dagsett 21. ágúst 2024 og samningur um reksturinn, undirritaður af aðilum með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og fagnar því að rekstur verslunar og veitingastaðar skuli nú hefjast á ný á Reykhólum. Samþykkt samhljóða.
ÁHH vék af fundi undir þessum lið.
3. 2409004 - Tómstundafulltrúi Reykhólahrepps.
Lagður er fram ráðningarsamningur við Marie-Susann Zeise um starf tómstundafulltrúa í Reykhólahreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og óskar Marie velfarnaðar í starfi. Samþykkt samhljóða.
4. 2409008 - Mötuneyti Reykhólarhepps, breyting á starfsemi.
Reykhólahreppur óskaði eftir aðstoð Attentus- mannauður og ráðgjöf ehf., vegna samskiptavanda á milli Mötuneytis Reykhólahrepps og þeirra stofnana sem mötuneytið þjónustar. Attentus framkvæmdi úttekt á starfsemi og samskiptum með því að taka viðtöl við starfsfólk mötuneytisins og stjórnendur sem nýta sér þjónustu þess. Í kjölfarið fór fram greining á starfsemi og lagðar voru fram tvær tillögur til úrbóta og aukinnar skilvirkni í rekstri.
Í tillögu tvö kemur fram að núverandi skipulagi í starfsemi mötuneytis verði umbylt þar sem miðlægt mötuneyti verði lagt niður og þess í stað verði tvö sjálfstætt starfandi mötuneyti sett á laggirnar. Þannig muni hjúkrunarheimilið reka eigið mötuneyti með matráð sem sinnir innkaupum, skipuleggur matseðla og sér um allt almennt skipulag mötuneytisins. Leikskóli og skóli muni sömuleiðis reka eigið mötuneyti, ráða til sín matráð sem gegnir sambærilegu starfi og matráður hjúkrunarheimilis. Tillaga tvö er nánar skýrð og útfærð í minnisblaði dags. 10. september 2024 sem Attentus tók saman fyrir fund sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn telur að með breytingu á skipulagi mötuneytis skapist skýrari grundvöllur fyrir skilgreiningu starfa og hægt verði að mæta þörfum beggja stofnannna með betri hætti og sú þjónusta sem mötuneytin eiga að veita verði tryggð frekar. Sveitarstjórn samþykkir, með vísan til framangreindrar úttektar og minnisblaðs Attentus, að hefja vinnu vegna breytinga á skipulagi mötuneytis sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
5. 2409005 - Rekstraryfirlit jan – jún 2024.
Lagt er fram rekstraryfirlit yfir fyrstu sex mánuði ársins í rekstri deilda Reykhólahrepps.
Rektraryfirlit gefur til kynna að rekstur er á áætlun, tekjur Jöfnunarsjóð hafa lækkað á árinu en tekjur vegna útsvars hafa aukist.
Stjórnendum stofnana er þakkað það aðhald sem þeir sýna í rekstri sveitarfélagsins og hvetur sveitarstjórn þá til áframhaldandi góðs utanumhalds.
6. 2409006 - Kvennaathvarf, umsókn um rekstrarstyrk 2025.
Lögð er fram umsókn Kvennaathvarfs um rekstrarstyrk fyrir árið 2025, dagsett 3. september 2024.
Sveitarstjórn hafnar umsókn Kvennaathvarfsins.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
7. 2409011 - Staða framkvæmda í september 2024, verkefnastjóri.
HG verkefnastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem standa yfir eða er lokið í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferðina og lýsir yfir ánægju með gang mála. HG falið að koma minnisblaðinu á vef Reykhólahrepps, íbúum til upplýsinga.
Samþykkt samhljóða.
8. 2409012 - Reykhólahreppur og markaðstengsl.
Umræða um markaðstengsl Reykhólahrepps. Sveitarstjóra, oddvita og verkefnastjóra hringrásarsamfélagsins falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
9. 2409010 - Brothættar byggðir.
Sveitarstjórn telur að verkefnið Brothættar byggðir geti ýtt undir þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað í samfélaginu, með það að markmiði að hvetja íbúa til aukinnar nýsköpunar, styðja við fjölbreytt atvinnutækifæri og að ýta enn frekar undir þá blómlegu byggð sem Reykhólahreppur er.
Sveitarstjóra falið að koma umsókn til Byggðastofnunar.
Samþykkt samhljóða.
10. 2409007 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða 18. júlí 2024.
Fundargerð lögð fram.
Önnur mál:
11. 2409014 - Aðalfundur samtaka orkusveitarfélaga:
Sveitarstjóra falið að sækja um aðild að samtökum orkusveitarfélaga. Sveitarstjóra og oddvita falið að sækja aðalfundinn.
Samþykkt samhljóða.
Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 18.10