Sveitarstjórn
513. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 16. október 2024, kl. 16:00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)
Árný Huld Haraldsdóttir, aðalmaður (ÁHH)
Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Fundargerð rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.
Oddviti bauð öll velkomin á fundinn. Byggðastofnun kom inn á fundinn í upphafi í gegnum fjarfundarbúnað til að kynna verkefnið Brothættar byggðir. Þegar þeirri kynningu var lokið kannaði oddviti hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir. Þá spurði hún eftir öðrum málum á dagskrá, tvö mál bárust og verða tekin fyrir undir liðnum önnur mál.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 512. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 11. september 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 14. október 2024.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.
2.1. 2007017 - Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Kletts. Afgreiðsla eftir auglýsingu - tillagan hefur verið uppfærð m.t.t. umsagna.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samkvæmt 3 mgr. 41. gr skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
2.2. 2406019 - Breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 – Króksfjarðarnes – yfirferð athugasemda úr skipulagsgátt og næstu skref
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að gera verðkönnun.
Samþykkt samhljóða.
2.3. 2411003 - Endurskoðuð áætlun Reykhóla- og Flateyjarhafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leiti.
3. Fundur Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða 13. ágúst 2024
Lögð fram til kynningar.
Mál til afgreiðslu
1. 2409009 - Fjárhagsáætlun 2025 – 2028, fyrri umræða.
Sveitarstjórn fór yfir fyrirliggjandi gögn. Sveitarstjórn leggur til að halda vinnufund með yfirmönnum 6. nóvember.
Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.
2. 2410002 - Umhverfisþing.
HJ mun sækja þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
3. 2410003 - Skipulag sorpþjónustu í Reykhólahreppi, fjögurra tunnu kerfið.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að athuga hvort hægt sé að skila þeim tunnum sem ekki verða notaðar áfram og felur verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar að vinna málið áfram og leita lausna við útfærslu.
Samþykkt samhljóða.
4. 2410004 - Málþing um starf öldungaráða.
MDS mun sækja málþingið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
5. 2410005 - Fundur með Byggðastofnun 24. september 2024.
Kynnt fyrir sveitarstjórn.
6. 2409010 - Brothættar byggðir, niðurstaða umsóknar.
Samþykkt hefur verið að Reykhólahreppur fài inngöngu inn í verkefnið. Sveitarstjórn þakkar byggðastofnun fyrir skjót viðbrögð.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
7. 2404008 - Fundargerð stjórnar Vestfjarðastofu 25. September 2024.
Kynnt fyrir sveitarstjórn.
8. 2409007 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða 19. september 2024.
Kynnt fyrir sveitarstjórn.
9. 2402007 - Fundagerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. ágúst 2024.
Kynnt fyrir sveitarstjórn.
Önnur mál:
10. 2411001 - Minnisblað til fjárlaganefndar
Sveitarstjórn styður framlögð sjónarmið minnisblaðs samráðshóps um endurreisn kræklingaræktar á Íslandi og beiðni um fjárframlög úr ríkissjóði. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita minnisblaðið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
11. 2411002 - Lagnaleið vegna hitaveitulagnar
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leiti og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá leyfisveitingu.
Samþykkt samhljóða
Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 18:18.