Fara í efni

Sveitarstjórn

514. fundur 13. nóvember 2024 kl. 16:00 - 18:40 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE) (Í Teams fyrstu 10 mín)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Árný Huld Haraldsdóttir aðalmaður (ÁHH)
  • Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

514. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 13. nóvember 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE) (Í Teams fyrstu 10 mín)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Árný Huld Haraldsdóttir, aðalmaður (ÁHH)

Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Fundargerð rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.

 

Varaoddviti hóf fundarstjórn og bauð alla velkomna á fundinn. Varaoddviti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir. Þá spurði hún eftir öðrum málum á dagskrá, tvö mál bárust og verða tekin fyrir undir liðnum önnur mál.

 

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   513. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 16. október 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Oddviti kom inná fundinn og tók við fundarstjórn.

2.   Fundur í skipulags,- húsnæðis- og hafnarnefnd 13. nóvember 2024.

Farið yfir fundargerðina.

 

   2.1    2411011 - Umsókn um byggingalóð Hellisbraut 78.

Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar (HJ vék af fundi undir þessum lið).

Samþykkt samhljóða.

 

    2.2   2411002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, OV vegna hitaveitulagnar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og gerir hana að sinni.

Samþykkt samhljóða.

 

   2.3   2411012 - Umsókn Vegagerðarinnar um aukningu á efnistöku úr námu E6 Klettháls.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og gerir hana að sinni.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

3.   Mennta- og menningarmálanefnd 11. nóvember 2024

Farið yfir fundargerðina.

 

   3.1     Gæsla í Reykhólaskóla.

Sveitarstjórn fór yfir greinargerð skólastjóra. Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá vegna núverandi fyrirkomulags á gæslu eftir skóla fram að jólum verði kr. 500 á hverja byrjaða klukkustund. Sveitarstjórn vísar útfærslu til fjárhagsáætlunar og mun kynna nýtt fyrirkomulag fyrir skólastjóra og tómstundafulltrúa eftir næsta sveitarstjórnarfund.

Samþykkt samhljóð.

 

   3.2    Skólastefna Reykhólaskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun skólastefnu. Starfshópur verði skipaður á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

   3.3   Ásgarður skóli í skýjunum, 7 umsóknir um nám utan lögheimilissveitarfélags.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknirnar.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

Mál til afgreiðslu

1.   2409009 - Fjárhagsáætlun 2025 – 2028, síðari umræða.

   1.1   Gjaldskrár sveitarfélagsins árið 2025.

   1.2   Álagningaforsendur ársins 2025.

Málinu frestað.

2.   2411007 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024 – 2035.

Svæðisáætlun lögð fram til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða en leggur til að aðgerðaráætlun verði dregin úr áætluninni í sér skjal.

3.   2409010 - Brothættar byggðir,

   3.1   Samstarfssamningur við Byggðastofnun og Vestfjarðastofu.

Samstarfssamningur lagður fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra einnig að koma á framfæri athugasemdum miðað við umræður á fundinum.

Samþykkt

   3.2   Fulltrúi sveitarfélags og íbúa í verkefnastjórn.

Hrefna Jónsdóttir kjörinn fulltrúi Reykhólahrepps í verkefnastjórn.

Samþykkt samhljóða.

 

4.   2411010 - Alþingiskosningar 30. nóvember 2024, kjörfundur.

Erindi frá formanni kjörstjórnar dagsett 13. nóvember 2024, þar sem kjörstjórn fer fram á að kjörfundur verði haldinn í stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á kjördag 30. nóvember 2024 og stendur kjörfundur frá kl. 10 – 18.

Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5.   2411008 - Tenging Hvalárvirkjunar, fulltrúi í verkefnaráð.

Sveitarstjórn kýs Jóhönnu Ösp sem fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnaráð.

Samþykkt samhljóða.

6.   2410003 - Skipulag sorpþjónustu í Reykhólahreppi, fjögurra tunnu kerfið, kostnaður.

Lagt er fram tilboð frá Íslenska gámafélaginu vegna fjórðu tunnunar, kynningar og fl.

Sveitarstjórn samþykkir kaup á nýjum tunnum, merkingu og dreifingu að upphæð 3.295.440 sem tekið verður af framkvæmdafé ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.

7.   2410004 – Stafrænt pósthólf.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar

8.   2411009 - Skógræktarfélag Íslands, ályktun aðalfundar 2024.

Lagt fram og kynnt.

 

9.   2408008 - 69. Fjórðungsþing Vestfirðingar að hausti 2024, þinggerð.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

10.   2402007 - Fundagerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. október 2024.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

Önnur mál (ef einhver):

11.   2411013 - Viljayfirlýsing

Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsingu um orkuskipti í Flatey.

Samþykkt samhljóða.

 

12.   2411014 - Viðauki við fjárhagsáætlunar 2024.

Lagðir eru fram viðaukar 1 og 2 við fjárhagsáætlun 2024.

Sveitarstjórn samþykkir viðaukana með auknum útgjöldum upp á 2.643.170 kr. Fjármagn verði tekið af rekstrarafgangi ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 18:40

Fundargerð undirrituð rafrænt