Fara í efni

Sveitarstjórn

515. fundur 11. desember 2024 kl. 16:00 - 18:05 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Árný Huld Haraldsdóttir aðalmaður (ÁHH)
  • Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

515. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 11. desember 2024, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Árný Huld Haraldsdóttir, aðalmaður (ÁHH)

Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Fundargerð rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.

Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, tvö mál bárust og verða tekin fyrir undir liðnum önnur mál.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   514. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 13. nóvember 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   Mennta- og menningarmálanefnd 9. desember 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   2.1.   Reglur Reykhólahrepps um sérskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um sérskóla í Reykhólahreppi.

Samþykkt samhljóða.

   2.2.  Innritunar- og útskriftarreglur Skóla í skýjunum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða innritunar- og útskriftarreglur Skóla í skýjunum.

Samþykkt samhljóða.

   2.3.  Endurskoðaður þjónustusamningur á milli Reykhólahrepps og skóla í skýjunum ehf.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðaðan þjónustusamning á milli Reykhólahrepps og Skóla í skýjunum.

Samþykkt samhljóða.

   2.4. Gæsla í Reykhólaskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að gæsla sé í boði í Reykhólaskóla utan skólatíma á milli 8-16 alla virka daga nema á föstudögum og skipulögðum starfsdögum. Skólastjóri ber ábyrgð á mönnun og utanumhaldi. Einungis er um gæslu að ræða en ekki skipulagt frístundastarf. Gæsla er í boði fyrir börn í 1. og 2. bekk. Gert er ráð fyrir að samnýta starfsfólk leikskólans og tómstundastarfsins fyrir þessa þjónustu, ekki er gert ráð fyrir auknu fjármagni vegna þjónustunnar. Tekið er gjald fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá.

Sveitarstjórn leggur til að tómstundafulltrúi og skólastjóri endurskoði fyrirkomulagið fyrir upphaf næsta skólaárs.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

1.   2409009 - Fjárhagsáætlun 2025 – 2028, síðari umræða.

Lögð er fram fjárhagsáætlun Reykhólahrepps 2025 – 2028.

Fjárhagsáætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir að heildartekjur A og B hluta séu áætlaðar 1.245 millj.kr. þar af eru tekjur A hluta áætlaðar 869 millj. kr. og tekjur B hluta áætlaðar 376 millj. kr. Heildargjöld A og B hluta eru áætluð 1.212 millj. kr. þar af eru gjöld A hluta 855 millj. kr. og B hluta 357 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta árið 2025 eru áætluð jákvæð um tæpar 26 millj. kr. A hluti er áætlaður jákvæður um 11 millj.kr. og B hluti jákvæður um 14 millj. kr.

 

Fjárfesting í A hluta er áætluð 23 millj. kr., helstu verkefnin.

Frágangur Hellisbrautar 66-68.

Breyting húsnæðis í Reykhólaskóla vegna félagsmiðstöðvar.

Hönnun Endurvinnslusvæðis.

Gufubað í Grettislaug.

Fjárfesting í B hluta er áætluð 44 millj. kr. árið 2025 vegna.

Bygging ibúða í Barmahlíð.

Lagning ljósleiðara í þorpið.

 

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun ársins 2025 -2028. Samþykkt samhljóða.

   1.1.   Gjaldskrár sveitarfélagsins árið 2025.

Lagðar eru fram þjónustugjaldskrár Reykhólahrepps fyrir árið 2025.

 

Gjaldskrár hækka samkvæmt ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu.

Sveitarstjórn samþykkir að útleiga á skólahúsnæði yfir sumartímann taki breytingum. Einungis verði hægt að leigja íþróttahús og kennslueldhús sumarið 2025.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrár samhljóða.

   1.2.   Álagningaforsendur ársins 2025.

Álagningarprósenta útsvars á tekjur ársins 2025 verður 14,97%

Álagning fasteignaskatts verði;

 

Fasteignaskattur A 0,55%

Fasteignaskattur B 1,32%  

Fasteignaskattur C 1,65%  

Fráveitugjald 0,25%  

Vatnsgjald 0,50%  

Lóðarleiga 4% (af nýjum lóðum) 

Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda ;

    10. febrúar 2025

   10. apríl 2025

   10. júní 2025

   10. ágúst 2025  

   10. október 2025  

Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.  

Sé álagningin 15.000 kr. eða minni er einn gjalddagi, 10. apríl 2025.  

Sé álagningin 15.001 til 25.000 kr. eru tveir gjalddagar, 10. febrúar og 10. apríl 2025.  

 

Sveitarsjórn samþykkir álagningaforsendur ársins 2025 samhljóða.

2.   2412002 – Beiðni um lausn frá störfum, kosning fulltrúa.

Lagt er fram bréf frá Bettinu Zeifert vegna starfa í umhverfisnefnd.

Einnig er lagt fram erindi frá Árnýju Huld Haraldsdóttur og Vilbergi Þráinssyni vegna starfa í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða.

Sveitarstjórn þakkar fulltrúum kærlega fyrir þeirra störf í nefndunum. Sveitastjórn samþykkir að Kjartan Þór Ragnarsson verði aðalmaður í umhverfisnefnd og Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir verði aðalmenn í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða.

Samþykkt samhljóða.

3.   2412003 - Áheyrnafulltrúi Reykhólarhepps á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, skipun fulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að Jóhanna Ösp Einarsdóttir verði áheyrnafulltrúi Reykhólahrepps á fundum stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

4.   2412003 - Vinnustofa um Orkuskipti 2. október 2024, niðurstöður fyrir Reykhólahrepp.

Lagðar eru fram og kynntar niðurstöður um stök verkefni Reykhólahrepps til næstu missera í tengslum við orkuskipti.

  1. Ljúka orkuskiptaverkefni í Flatey og gera hana kolefnishlutlausa með birtuorku, vindorku og varmadælum.
  2. Finna leið til að nýta affallsvatn Þörungaverksmiðjunnar.
  3. Heitavatnsleit í Króksfjarðarnesi.
  4. Uppbygging hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga í Króksfjarðarnesi.
  5. Gera ráð fyrir Vindorkuveri í Garpsdal við skipulagsgerð.
  6. Grænir iðngarðar á Reykhólum, viðleitni í átt að orkuskiptum.

 

5.   2404009 - Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða 11. nóvember 2024.

Fundargerð lögð fram.

6.   2404007 - Fundur nr. 226 í Breiðafjarðarnefnd.

Fundargerð lögð fram.

7.   2412004 - Samtök orkusveitarfélaga, stefnumörkun og starfsáætlun og fundargerð nr. 78.

Gögn og fundargerð lögð fram.

8.   2402007 - Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 954 – 958.

Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál:

9.   Króksfjarðarnes aðalskipulagsbreyting,

Lagt er fram minnisblað verkefnastjóra hringrásarsamfélagsins og niðurstaða verðkönnunar vegna aðalskipulagbreytingar.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við VSÓ um aðalskipulagsbreytingu í Króksfjarðarnesi. Samþykkt samhljóða.

10.   Samningur um nýtingu jarðhita á Reykhólum.

Lagður er fram til kynningar undirritaður samningur Framkvæmdasýslu -Ríkiseigna við Orkubú Vestfjarða vegna nýtingaleyfis 33,75 l/sek. í heildina á Reykhólum, 25 l/sek er viðbótarnýting við áður útgefinn samning. Í samningnum er málsgrein um forgang Þörungaverksmiðjunnar á 10 l/sek. vegna þess fyrirkomulags sem uppi er á Reykhólum.

 

Lagt fram til kynningar.

Farið yfir fundargerð, fundi slitið kl. 18:05