Fara í efni

Sveitarstjórn

516. fundur 15. janúar 2025 kl. 16:00 - 17:35 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Árný Huld Haraldsdóttir aðalmaður (ÁHH)
  • Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Rebekka Eiríksdóttir 1. varamaður (RE)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
  • Jóhann Þórðarson endurskoðandi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

516. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 15. janúar 2025, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Árný Huld Haraldsdóttir, aðalmaður (ÁHH)

Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ) boðaði forföll

Rebekka Eiríksdóttir, 1. varamaður (RE)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Fundargerð rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.

Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, þrjú mál bárust og var samþykkt að taka tvö af þeim til afgreiðslu undir liðnum önnur mál en þriðja málið fellur undir fundargerð síðasta fundar. Gestur á fundinum var Jóhann Þórðarson endurskoðandi og sat hann undir lið 1 í málum til afgreiðslu.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   515. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 11. desember 2024.

Vegna liðar 2.4. Gæsla í Reykhólaskóla. Sveitarstjórn leiðréttir bókun frá síðasta fundi og áréttar að gæsla sé í boði á milli klukkan 8 og 9 á föstudögum. Vilji sveitarstjórnar er að hafa opnunartíma gæslu og leikskóla til klukkan 16 á föstudögum, takist að manna stofnunina.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1.   2501002 – Endurskoðunaráætlun 2025.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir endurskoðunaráætlun 2025 með sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar Jóhanni yfirferðina.

2.   2501003 – Undanþága verkfallsheimildar 2025.

Lögð er fram samþykkt um þau störf hjá Reykhólahreppi sem eru undanþegin verkfallsheimildar.

 

Sveitarstjórn samþykkir undanþáguna samhljóða og felur sveitarstjóra að láta birta hana í B- deild Stjórnartíðinda.

3.   2501004 – Skíðafélag Strandamanna - Beiðni um stuðning.

Lögð er fram beiðni um styrk til Skíðafélags Strandamanna vegna kaupa félagsins á snjótroðara.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Skíðafélag Strandamanna um 400.000 krónur og vísar því til viðaukagerðar og fjármagnað af eigin fé sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.   2501005 – Tilboð í hlut Reykhólarhepps í Þörungaklaustrinu ehf.

Lagt er fram kauptilboð á 20% hlut Reykhólahrepps í Þörungaklaustrinu ehf. Tilboðsgjafar eru María Maack og Steindór Haraldsson, sem einnig eru eigendur að Þörungaklaustrinu. Kauptilboð hljóðar upp á kr. 400.000,- fyrir allan hlut Reykhólahrepps.

 

Sveitarstjórn samþykkir kauptilboðið upp á 400.000 krónur. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

5.    2501006 - Svæðisskipulag Vestfjarða, frumdrög.

Lögð eru fram frumdrög að Svæðisskipulagi Vestfjarða.

Lagt fram og kynnt.

 

6.   2501007 - Erindi Svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði 6 á Vestfjörðum til Vegagerðarinnar. dagsett 5. janúar 2025, vegna Klettháls.

Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn tekur undir efni bréfsins.

7.   2501008 – Kolefnisjöfnun á Vestfjörðum, útgáfa Vestfjarðarstofu.

Lagt fram og kynnt.

8.   2404007 - Fundur nr. 227 í Breiðafjarðarnefnd.

Fundargerð lögð fram.

9.   2402007 - Fundagerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 960.

Fundargerð lögð fram.

Önnur mál:

10.   2501009 - Úthlutunarreglur fyrir leiguhúsnæði Reykhólahrepps.

Farið yfir úthlutnarreglurnar með tilliti til þess hvort þær þurfi að endurskoða.

Sveitarstjórn leggur til breytingar á reglum um úthlutun húsnæðis í Reykhólahreppi. Við reglurnar kemur ný 8. gr., svohljóðandi;

Íbúðir að Hellisbraut 66a-68b eru leiguíbúðir ætlaðar starfsfólki Reykhólahrepps. Forgang að leiguíbúðunum hafa starfsmenn Reykhólahrepps sem eiga lögheimili í Reykhólahreppi.

Greinar eftir 8. grein færast upp um eitt númer.

Sveitarstjóra falið að uppfæra reglurnar.

11.   2501010 - Ósk um leyfi frá störfum í sveitarstjórn.

Lagt er fram erindi frá Árnýju Huld Haraldsdóttur aðalmanni í sveitarstjórn þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum sínum í sveitarstjórn og nefndarstörfum.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið og hlakkar til að sjá Árnýju að ári liðnu.

ÁHH fer í leyfi frá störfum í Barmahlíðarnefnd og mun Rebekka Eiríksdóttir taka sæti hennar.

ÁHH fer í leyfi frá störfum í mennta- og menningarmálanefnd og mun Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir taka sæti hennar.

Rebekka Eiríksdóttir mun taka sæti sem varamaður í þeim nefndum sem Árný Huld er varamaður.

Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerðina og fundi slitið kl. 17.35