Sveitarstjórn
Fundargerð
517. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 12. febrúar 2025, kl. 16.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS) á Teams.
Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ) boðaði forföll.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, 1. varamaður (IBE)
Hrafnkell Guðnason, verkefnisstjóri var gestur undir lið 6.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
Fundargerð rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.
Oddviti bauð allar velkomnar á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 2 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 516. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 15. janúar 2025.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Mennta- og menningarmálanefnd 3. febrúar 2025.
Farið yfir fundargerðina og hún staðfest.
Mál til afgreiðslu
1. 2502002 - Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps 2025.
Húsnæðisáætlun 2025 lögð fram til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun 2025 samhljóða og felur sveitarstjóra að birta hana á vefsíðu sveitarfélagsins.
2. 2502003 - Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs, breyting.
Lögð er fram tillaga að breytingu á 2. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun úrgangs, vegna heimila í Flatey.
Í Flatey eru ekki sorptunnur við heimahús heldur skila íbúar af sér óflokkuðu sorpi og lífrænum úrgangi á gámastöð á hafnarsvæði. Gjald vegna heimilisúrgangs í Flatey 44.000,-
Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða.
3. 2502004 - Ósk Strandabyggðar eftir viðræðum um hugsanlega sameiningu við Reykhólahrepp og Dalabyggð.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps telur forsendur til þess að ganga til formlegra sameiningaviðræðna við önnur sveitarfélög ekki sterkar, vegna verkefnastöðu sveitarfélagsins og vinnu við uppbyggingu í sveitarfélaginu og við að ná niður innviðaskuld sveitarfélagsins áður en til sameininga kemur. Sveitarstjórn leggur hinsvegar til að stjórnir sveitarfélaganna hittist til að ræða samstarfs fleti sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
4. 2502005 - Fulltrúar í úrgangsráð Vestfjarða.
Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu dags. 9. janúar 2025
Reykhólahreppur tilnefnir Hrefnu Jónsdóttur sem aðalfulltrúa og Rebekku Eiríksdóttur sem varafulltrúa í úrgangsráð Vestfjarða.
Samþykkt samhljóða.
5. 2502006 - Grænu skrefin á Vestfjörðum.
Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu dags. 27. janúar 2025
Sveitarstjórn leggur til að Kjartan Ragnarsson verði tengiliður sveitarfélagsins við Vestfjarðastofu og að hann muni vinna málið áfram fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
6. 2502007 - Klifurveggur í íþróttahúsi Reykhólahrepps.
Lagt er fram erindi frá verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar og formanni Ungmennafélagsins Aftureldingar dags. 21. janúar 2025, þar sem óskað er afstöðu sveitarstjórnar til uppsetningar á klifurvegg í íþróttahúsi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og hvetur bréfritara til að halda málinu gangandi. Kostnaður verði tekinn af fjármagni íþróttahúss og skiptist á milli sveitarfélags og ungmennafélags eftir samkomulagi.
Samþykkt samhljóða.
7. 2502008 - Ósk um styrk til gerðar forvarnarmyndbands.
Erindi frá Miðstöð slysavarna barna dags. 27. janúar 2025.
Sveitartjórn hafnar erindinu.
8. 2409003 - Kvígindisfjörður óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Dals í Kvígindisfirði. Tillagan felst í að bætt er inn nýjum byggingarreit nr. 13 fyrir frístundahús og byggingareitur nr. 12 er færður um 10 metra. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd tók breytingartillöguna fyrir á fundi 14. október 2024 og taldi hana falla undir málsmeðferð óverulegrar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkti hana til grenndarkynningar. Fyrir liggur undirritað samþykki landeiganda Dals fyrir uppbyggingu skv. breytingartillögunni og telst grenndarkynningu því lokið án athugasemda.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr skipulagslaga.
9. 2502013 - Skipurit sveitarfélagsins
Oddviti fór yfir erindið.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og óskar eftir aðkomu Attendus. Jafnframt felur sveitarstjórn skrifstofustjóra að kostnaðarmeta tillögur að breytingum.
Samþykt samhljóða.
10. 2502014 - Skjalavarsla - Þjóðskjalasafn Íslands.
Lagt er fram erindi frá oddvita ásamt verðskrá Þjóðskjalasafns Íslands.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og ræða við tækniteiknara, ásamt því að fá ráðgjöf hjá Þjóðskjalasafni Íslands um geymslu gagna.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
11. 2502009 - Yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
12. 2502011 - Fundargerð ársfundar BDRS.
Fundargerð lögð fram.
13. 2404009 - 12. Fundur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða.
Fundargerð lögð fram.
14. 2502010 - Fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags hses.
Fundargerð lögð fram.
15. 2404008 - 66. fundur stjórnar Vestfjarðarstofu
Fundargerð lögð fram.
16. 2404007 - 228.fundur Breiðafjarðarnefndar.
Fundargerð lög fram.
Önnur mál (ef einhver):
17. 2502015 - Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um mál S-232-2024 og S-235/2024.
Lagt fram til kynningar.
18. 2502019 - Tillaga að fyrirkomulagi á flutningsþjónustu í Flatey.
Erindi frá Einari Ó. Karlssyndi dags. 29. janúar 2025.
Sveitarstjórn óskar eftir fundi með bréfritara varðandi útfærslu og aðkomu Bryggjubúðar, Hótel Flatey og Framfarafélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 17.45