Sveitarstjórn
518. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 12. mars 2025, kl. 16.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS) boðaði forföll.
Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE), sat fundinn á Teams.
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, 1. varamaður (IBE)
Kjartan Ragnarsson, verkefnisstjóri (KR) var gestur undir lið 1. Einnig mætti Kristófer Hans Abbey, umsjónarmaður íþróttamannvirkja og fór yfir skýrslu vegna nýtingar aukins starfshlutfalls.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
Fundargerð rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.
Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 2 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 517. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 12. febrúar 2025.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 11. mars 2025.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.
2.1 2007017 - Deiliskipulag Kletts í Kollafirði, uppfært vegna athugasemda.
Deiliskipulagstillaga lögð fram með lagfæringum (dags. 24.2.2025) vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sbr. afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 8. janúar 2025. Skipulagsstofnun benti á að bregðast þyrfti við athugasemd í umsögn Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu skipulagsvæðis við Vesturfjarðaveg. Vegtenging að athafnalóðum hefur verið lagfærð og er ekki lengur beint inn á Vestfjarðaveg. Einnig kallaði Skipulagsstofnun eftir skýrari skilmálum um starfsemi á athafnalóðunum og samræmi við landnotkun skv. aðalskipulagi. Bætt hefur verið inn skýringum á starfsemi og byggingum á athafnalóðunum. Lóðirnar eru staðsettar á röskuðu, gróðursnauðu landi sem ekki telst mjög gott landbúnaðarland í flokki 1, en afmörkun landbúnaðarlands í flokki 1 á skýringarmynd aðalskipulagsins er grófflokkun og ekki nákvæm á þessum stað. Núverandi tengibrunnur og vatnsból hafa verið merkt betur inn á deiliskipulagsuppdrátt.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna að nýju með ofangreindum lagfæringum.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða að öðru leiti.
3. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps 17. febrúar 2025.
HJ fór yfir fundargerðina.
3.1 Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingum á 25. grein reglnanna.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu
1. 2406019 - Króksfjarðarnes, breyting á Aðalskipulagi 2022 – 2034.
KR fór kynnti valkostagreiningu VSÓ vegna aðalskipulagsbreytingar í Króksfjarðarnesi.
Sveitarstjórn þakkar verkefnastjóra fyrir kynninguna og felur honum að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri.
Samþykkt samhljóða.
2. 2503003 - Gjafir til nýfæddra barna í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir að nýfæddir íbúar fái gjafabréf að andvirði 30.000 kr. sem foreldrar geta ráðstafað miðað við þarfir barnsins. Sveitarstjórn felur Margréti Dögg Sigurbjörnsdóttur að halda utan um gjafirnar.
Samþykkt samhljóða.
3. 2503004 - Gamli slökkviliðsbílinn.
KR falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samljóða.
4. 2503005 - Landsbyggðin lifir, leitað eftir samstarfi.
Erindi frá Landsbyggðin lifir, dagsett 4. mars 2025.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með ósk um þátttöku.
Samþykkt samhljóða.
5. 2503006 - Gerð menningarstefnu, tilnefning fulltrúa.
Erindi frá Menningafulltrúa Vestfjarða dagsett 20. febrúar 2025.
Sveitarstjórn tilnefnir Rebekku Eiríksdóttur í fagráð vegna vinnu við gerð menningarstefnu. Samþykkt samhljóða.
6. 2303007 - Endurskoðun áfangastaðaáætlunar, tilnefning fulltrúa í stýrihóp.
Erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða dagsett 20. febrúar 2025.
Sveitarstjórn tilnefnir Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur í stýrihóp áfangastaðaáætlunar. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
7. 2404009 - Svæðisskipulag Vestfjarða.
JÖE fór yfir stöðu vinnu við gerð Svæðisskipulags Vestfjarða.
8. 2503008 - 970. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.
Önnur mál:
9. 2503009 - Gefum íslensku séns.
Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dagsett 6. mars 2025.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
10. 2503010 - 70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori
Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 12. mars. Þingið verður haldið 2. apríl ásamt vinnufundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
HJ, JÖE, VÞ og RE ásamt sveitarstjóra munu sækja þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Farið yfir fundargerðina, fundargerð send til undirritunar með rafrænum hætti.
Fundi slitið kl. 17.30