Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Fundargerð
Fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Þriðjudagurinn 2. maí 2023
Fundargerðin er rituð á tölvu og er 2 síður.
Hrefna bauð fólk velkomið, spurði eftir öðrum málum á dagskrá og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu
1. Umhverfisdagurinn
Umhverfisdagurinn ræddur. Ákveðið að breyta umhverfisdeginum og bæta við meiri dagskrá. Umhverfisdagurinn verður haldinn 13. maí.
2. Nýtt flokkunarkerfi
Nýtt flokkunarkerfi kynnt og ákveðið að kynna það fyrir íbúum á umhverfisdeginum.
Önnur mál (ef einhver): Löglega upp borin
1. Ormahreinsun hunda
Ormahreinsun hefur ekki farið fram og vill umhverfis- og náttúruverndarnefnd ítreka mikilvægi þess að það tefjist ekki lengur.
2. Hunda og kattahald og varp fugla
Nefndin vill minna hunda og kattaeigendur á að fara sérstaklega gætilega kringum varptímann.
Fundi slitið kl. 17:20