Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

2. fundur 07. maí 2024 kl. 17:00 - 17:44 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Hrefna Jónsdóttir (HJ)
  • Vilberg Þráinsson (VÞ)
  • Bettina Seifert (BS)

Fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd

Þriðjudaginn 7. maí 2024 17:00

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Mætt:

Hrefna Jónsdóttir, (HJ)

Vilberg Þráinsson, (VÞ)

Bettina Seifert, (BS)

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 2 síður.

 

Hrefna bauð fólk velkomið, spurði eftir öðrum málum á dagskrá og

kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við

fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu

1.   Fastur fundartími umhverfis- og náttúruverndarnefndar

Ákveðið var að fundir verði að jafnaði einu sinni í mánuði. Reynt verði að finna tíma í kjölfar funda hjá Skipulags-, hafna- og húsnæðisnefnd enda sé líklegast að málum sé vísað þaðan til umhverfis- og náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða

2.   Umhverfisdagurinn

Sökum dræmrar mætingar undanfarin ár var ákveðið að skoða aðrar leiðir til að virkja íbúa í umhverfismálum og verður því ekki umhverfisdagur í ár. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd stendur í staðin fyrir annars konar viðburðum með það að markmiði að efla þáttöku íbúa í náttúruvernd.

Samþykkt samhljóða

Mál til kynningar

3.   Svæðisskipulag Vestfjarða, skipulags- og matslýsing 2025 -2050.

Kynnt og rætt

4.   Stefna um úrgang á Vesfjörðum

Staðan á verkefninu kynnt

Önnur mál (ef einhver): Löglega upp borin

 

Fundi slitið kl. 17:44