Fara í efni

Velferðarnefnd

52. fundur 27. september 2023 kl. 16:00 - 17:02 Skrifstofu Strandabyggðar
Nefndarmenn
  • Matthías Lýðsson (Strandabyggð)
  • Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð)
  • Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) á TEAMS
  • Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS
  • Oddný Þórðardóttir (Árneshreppi) á TEAMS
Starfsmenn
  • Soffía Guðrún Guðmundsdóttir á TEAMS félagsmálastjóri
  • Hlíf Hrólfsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hlíf Hrólfsdóttir Starfsmaður félagsþjónustu

 

Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, 27. September 2023

 

52.   fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 27. september 2023, á skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðfundur.

 

Á fundinn mættu:

Matthías Lýðsson(Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) á TEAMS, Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS. Oddný Þórðardóttir(Árneshreppi) á TEAMS. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún Guðmundsdóttir á TEAMS, félagsmálastjóri og Hlíf Hrólfsdóttir starfsmaður félagsþjónustu sem jafnframt ritar fundargerð. Matthías Lýðsson formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

Matthías er formaður nefndarinnar, og allir eru sammála því.

1.  Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi. Afgreiðslur samþykktar og færðar í trúnaðarbók.

2.  Farsældin

Hlíf kynnir stöðu mála vegna farsældarþjónustu barna. Það þarf að kynna lögin fyrir öllum sveitarfélögum, og kynna sérstaklega fyrir foreldrum og börnum. Talað um að það þurfi að fara með kynningu í hvert sveitarfélag. Félagsþjónustan og starfsmenn hennar munu fylgja eftir kynningu og að tengiliðir séu skipaðir í sveitarfélögunum.

3.  Breytingar á Barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarþjónusta Vestfjarða tekur gildi 1.október 2023. Formlega afgreiðsla um þátttöku hefur ekki farið fram í Strandabyggð, en þátttaka er tryggð. Það byrja sameiginlegir fundir hjá félagsmálastjórum þann 5.október næstkomandi. Byrjað verður að fara yfir ýmsar reglur og ferla og samræma það. Það er mikilvægt að þetta samstarf hefjist og hvernig þjónustan á að virka. Einnig gæti verið um að ræða sameiginlega fundi.

4.  Hækkun upphæðar sérstaks húsnæðisstuðnings til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

Tvær breytingar eru lagðar til. Í fyrsta lagi hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi 60% af húsaleigu, mest 50.000 á mánuði, en upphæðin var áður 22.000. Einnig er tillaga um að það tekið verði út úr reglunum að ekki megi vera skyldleiki leigutaka og leigusala. Jenný bendir á að þetta hafi verið einhversstaðar í lögum að þessi skyldleiki mætti ekki vera, og þarf að kanna það hvort það er einhver sérstök ástæða fyrir þessu ákvæði. Nefndarmenn eru sammála um að það megi taka þetta út með skyldleikann ef það er ekki á skjön við ákvæði einhverra laga og einnig að það sé þörf á því að hækka framlagið, en samt þurfi að vera ákveðið þak á greiðslum.

5.  Önnur mál

Greiðslur vegna sérstaks húsnæðisstuðnings 15-17. Bent er á að vitað er um nemenda sem ekki hefur verið sótt um fyrir, og finnst okkur rétt að hafa samband við foreldra og benda þeim á þetta. Hlíf hefur samband við foreldra.

 

Erindisbréf Velferðarnefndar. Það þarf að gera erindisbréf fyrir velferðarnefndina.

Jafnframt hefur verið samþykkt að taka Dalabyggð inn í félagsþjónustuna og þá þarf að endurskipuleggja alla þjónustuna og gæti þá velferðarnefndin líka breyst.

Velferðarnefnd óskar eftir því við stjórn félagsþjónustu Stranda og Reykhóla að funda sem fyrst og að gefa út hvernig standa eigi að þessu samstarfi.

Mögulega gæti það að Dalabyggð kæmi inn í félagsþjónustusamstarfið haft áhrif á það hvernig velferðarnefnd er skipuð og hvernig erindsbréf gæti hljóðað.

 

Fundargerð lesin og samþykkt athugasemdalaust.

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.17.02 .

Matthías Lýðsson s: 8458393

Hrefna Jónsdóttir s:8455751

Oddný Þórðardóttir s: 6613477

Ingibjörg B. Sigurðardóttir s:8474415

Jenný Jensdóttir s: 8652164