3. raðhúsið á árinu risið á Reykhólum
16.12.2024
Fréttir
Nú fyrir skömmu var reist 3. raðhúsið sem áformað var að byggja á þessu ári á Reykhólum. Það er Brák íbúðafélag sem byggir þetta hús.
Þá eru komin upp öll húsin sem ákveðið var að ráðast í að byggja að þessu sinni, auk þeirra var flutt á staðinn lítið tilbúið hús, sem áformað er að byggja við síðar.
Alls munu því 13 íbúðir bætast við á Reykhólum og þarf að fara hálfa öld aftur í tímann til að sjá viðlíka uppbyggingu íbúða, en árin 1975-6 voru byggð 11 einbýlishús.
Mynd síðan í júní s.l. svipað sjónarhorn og á forsíðumyndinni.
Húsið hennar Natöschu Harsch, jólatré og allt.