Árný Huld íbúi ársins
20.08.2024
Fréttir
Árný Huld Haraldsdóttir með viðurkenningargripinn, mynd af fb.
Á nýliðnum Reykhóladögum hlaut Árný Huld Haraldsdóttir bóndi á Bakka titilinn íbúi ársins.
Það er orðin hefð að útnefna íbúa ársins á Reykhóladögum og ríkir alltaf nokkur spenna að vita hver muni vera hlutskarpastur. Árný hefur verið ötul að vinna í þágu samfélagsins með setu í sveitarstjórn og nefndum, einnig er hún mjög virk í ýmiskonar félagsstarfi. Henni eru færðar hamingjuóskir af þessu tilefni.