Fara í efni

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Flatey 21. maí og á Reykhólum 27. maí

16.05.2024
Fréttir

 Í tengslum við forsetakosningarnar 1. júní nk. verður boðið upp á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, sem hófst í gær, alla virka daga fram að kjördegi á skrifstofum embættisins á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi vegna forsetakosninga 1. júní 2024 fer fram sem hér segir:

 Í Flatey á Breiðafirði (Bryggjan), þriðjudaginn 21. maí 2024, frá kl. 13:15 – 14:00.

 

Á Reykhólum, að Maríutröð 5a Reykhólum, mánudaginn 27. maí 2024, frá kl. 14:30 – 15:30 og sama dag á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð kl. 15:45 – 16:30.

Kjósendur skulu hafa með sér persónuskilríki.