Börnin gera úttekt á Reykhólabúðinni
01.06.2023
Fréttir
Mynd, Helga Guðmundsdóttir
Börnin á yngsta stigi í Reykhólaskóla, 1. - 3. bekk fóru i heimsókn í Reykhólabúðina til Helgu Guðmundsdóttur, sem gjarnan titlar sig búðarkonuna.
Í framhaldi af því gerðu þau siðan verkefni um búðina þar sem þau með sínum hætti gáfu versluninni einkunnir og skráðu einnig hvaða vörutegundir þeim fannst ákjósanlegt að væru aðgengilegar. Reyndar kom fram að þau mættu ekki kaupa sumt sem þau langaði til, en það er þekkt að börn og foreldra greinir stundum á um hvað er nauðsynlegt að kaupa.
Niðurstöður verkefnisins settu börnin svo á plakat sem búðarkonan fékk að eiga eftir skólaslit.
Gladdi það hana ósegjanlega mikið að fá svona skilaboð frá þeim og sagði Helga að svona umsögn væri ómetanleg.
Myndir, Helga Guðmundsdóttir.