Fara í efni

Bygging brúa á Djúpa­fjörð við Grónes og Gufu­fjörð boðin út

14.03.2025
Fréttir
Vegur yfir Gufufjörð, bráðabirgðabrúin sem mun fara þegar varanleg brú er tilbúin. mynd, Vegagerðin
Vegur yfir Gufufjörð, bráðabirgðabrúin sem mun fara þegar varanleg brú er tilbúin. mynd, Vegagerðin

Vegagerðin hefur boðið út byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um að ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.

Um stóran áfanga er að ræða í því markmiði að bæta samgöngur um Vestfirði með því að tryggja áreiðanlegar og öruggar samgöngur um Vestfjarðaveg.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 14. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. apríl 2025.