Byggingaframkvæmdir komnar af stað á Reykhólum
26.06.2024
Fréttir

Grunnur nýja hússins við Hellisbraut
Nú er verið að klára grunn undir nýtt raðhús á Reykhólum. Það er Brynjólfur Smárason sem sér um jarðvinnuna.
Þarna á að rísa 220 m2 fjögurra íbúða raðhús, hver íbúð er 55 m2. Þetta er einingahús frá fyrirtækinu TEKTA ehf. í Borgarnesi. TEKTA framleiðir þessi einingahús og sér um uppsetningu.