Fara í efni

Byggingarlóðir fyrir íbúðir á Reykhólum

28.05.2024
Fréttir
Hellisbraut
Hellisbraut

Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar lóðir við Hellisbraut og Hólatröð á Reykhólum.

Lóðir við Hellisbraut

Um er að ræða tvær 4 einbýlishúsalóðir og 1 fjögurra íbúða raðhúsalóð sem allar eru á skilgreindu íbúðarsvæði við Hellisbraut á Reykhólum skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 - 2034 en um lóðirnar gildir deiliskipulag fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis. Deiliskipulagið var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 15. maí 2015 með síðari breytingu 21. maí 2024.

 

Lóðir til einstaklinga eru eftirfarandi:

 

   1.   Hellisbraut 46, leigulóð, 899 m2 stærð.

  2.   Hellisbraut 54, leigulóð, 953 m2 stærð.

  3.   Hellisbraut 78, leigulóð. 955 m2 stærð.

Á lóðunum má byggja 95 – 190 m2 einbýlishús á einni hæð skv. skilmálum í deiliskipulagi.

 

Lóðir til lögaðila eru eftirfarandi:

  4.   Hellisbraut 66 – 68, leigulóð 1.912 m2 að stærð.

Á lóðinni má byggja allt að 249 m2 fjögurra íbúða raðhús á einni hæð, skv skilmálum í deiliskipulagi.

Lóðir við Hólatröð

Um er að ræða 1 einbýlishúsalóð og 1 parhúsalóð sem allar eru á skilgreindu íbúðarsvæði við Hólatröð á Reykhólum skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 - 2034 en um lóðirnar gildir deiliskipulag fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis. Deiliskipulagið var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. júní 2004 með síðari breytingu 14.október 2021.

 

Lóðir til einstaklinga eru eftirfarandi:

   5.   Hólatröð 6, leigulóð, 941 m2 stærð.

Á lóðinni má byggja allt að 400 m2 einbýlishús á tveimur hæðum skv. skilmálum í deiliskipulagi.

 

Lóðir til lögaðila eru eftirfarandi:

  6.   Hólatröð 2 - 4, leigulóðir að stærð.

Á lóðinni má byggja allt að 300 m2 tveggja íbúða raðhús á einni hæð, skv skilmálum í deiliskipulagi

 

Samkvæmt skilmálum Reykhólahrepps um lóðaúthlutanir skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða og verður lagt mat á þarfir umsækjanda til lóðar við úthlutun. Til að umsókn teljist gild skulu umsækjendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald og þá skulu þeir jafnframt leggja fram skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og/eða möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Skal í staðfestingunni koma fram að umsækjandi geti fjármagnað 100% kostnaðar fyrirhugaðrar húsbyggingar.

 

Deiliskipulag Hellisbrautar, úthlutunarskilmálar og umsóknareyðublað er aðgengilegt á vef sveitarfélagsins. Umsókn skal senda á Stjórnsýsluhús Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi, eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2024.

 

Hér eru tenglar á úthlutunarskilmála og umsókn um lóð.