Dagskrá Reykhóladaga 18.-20. ágúst.
Föstudagur:
13:00-15:30 Sumarhátíð
Sirkus íslands mætir á staðinn og er með sýningu og mun svo snúa blöðrur eftir sýninguna. Kandýfloss, krapvél, teymt undir börnum, grillaðar pylsur, andlitsmálning og froðudiskótek. Í Hvanngarðabrekku :)
16:00 Bogfimimót
Ungmennafélagið Afturelding heldur bogfimimót í íþróttahúsinu. Skráning á staðnum og hægt að fá lánaða boga. Keppnisgrein þar sem allir geta tekið þátt!
17:00 Stiklur
Stiklur Ómars Ragnarssonar sem teknar voru upp í Reykhólahreppi verða sýndar á Báta- og hlunnindasýningunni. Hægt að kaupa pönnukökur með rabbabara og rjóma eða upprúllaðar með sykri og ferðast til fyrri tíma í huganum og með bragðlaukunum.
20:00-21:00 Kántrí tónleikar
Kántrí tónleikar verða á Báta- og hlunnindasýningunni. Fólk er hvatt til að rífa fram kúrekahattinn og kátrí gallann :) Frítt inn.
21:00 Sundlaugarpartý fyrir 13-17 ára. Grettislaug.
22:00-01:00 Ball með hljómsveitinni Festival á Báta- og hlunnindasýningunni. 18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir: 2000 krónur.
Laugardagur:
11:00 Búningahlaup
Vinnuskóli Reykhólahrepps heldur búningahlaup fyrir allan aldur. Hlaupið er hringur á Reykhólum þar sem þátttakendur þurfa að taka þátt í allskonar þrautum sem gætu orðið subbulegar á köflum. Frítt í sund fyrir hlaupara að hlaupi loknu.
12:00 Boðið heim í súpu
14:00 Dráttarvélaskrúðganga
Hin árlega stórglæsilega dráttarvéla skrúðganga leggur af stað frá Grund og hægt verður að fylgjast með akstrinum í gegnum þorpið. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni á bílunum sínum frá klukkan 13:30-14:00 til að vélarnar eigi greiða leið í gegnum þorpið.
14:30 Dráttavélarfimi
Heimsmeistaramótið í dráttarvélafimi. 25 ára aldurstakmark. Skráning á staðnum.
14:30 Hestafimi.
Fyrir þá sem eru ekki með aldur til að vera með í dráttarvélafiminni getur fólk brugðið sér á bak á einu hestafli og leyst verkefni.
16:30-17:30 Þaraboltinn.
Íslandsmeistaramótið í Þarabolta verður að sjálfsögðu á sínum stað. Eins og áður þá eru leikreglur þannig að 14 ára og eldri mega taka þátt. 5 - 6 í hverju liði, 5 spila inni á vellinum í einu frá hvoru liði. Bannað er að vera í skóm í keppninni. Subbulegur en skemmtilegur fótbolti.
Skráningarfrestur til klukkan 20:00 fimmtiudaginn 17. Ágúst. Lágmark 2 lið til að viðburðurinn verði haldinn. Skráning á netfang johanna@reykholar.is
18:00 Bjórmíla Galdurs brugghúss
Galdur brugghús verður með sinn rómaða bjór í bjórmílu þar sem hlaupin er ein míla eða 1,6 km með fjórum drykkjarstöðvum. 20 ára aldurstakmark, þátttökugjald 2500 krónur. Skráning á netfang johanna@reykholar.is.
20:00 Brekkusöngur, verðlaun og viðurkenningar í Hvanngarðabrekku.
Tilnefningar fyrir íbúa ársins berist á netfang johanna@reykholar.is
21:00 Bjartmar Guðlaugson með tónleika á Báta- og Hlunnindasýningunni. 18 ára aldurstakmark. Þörungaverksmiðjan býður þátttakendum hátíðarinnar á viðburðinn og því er frítt inn.
21:00 Leikir og spil fyrir unglinga í íþróttahúsinu 13-17 ára.
23:00 Pöbbakvöld með Hirti Traustasyni og Bjarka Einarssyni á Báta- og Hlunnindasýningunni. 18 ára aldurstakmark. Frítt inn.
Sunnudagur:
14:00-16:00 Dagskrá í Króksfjarðarnesi
Félagar úr harmonikkufélaginu Nikkolínu mæta með hljóðfærin. Vöffluhlaðborð að hætti Össu. Verð á hlaðborð: kr. 1.200.-