Dagskrá Reykhóladaga - fimmtudag -
Hólabúð
Opnunartímar:
Föstudaginn 16.08 11:30- 17:00
Laugardaginn 17.08 11:30- 17:00
Endilega kíkið við og skoðið vöruúrval í Hólabúð um helgina. Það verður margt um að vera og margt í boði! Nammibar á staðnum, hægt að fá ís eftir sund (það er ekki skylda að fara í sund fyrst). Við verðum með pylsur í pottinum og ef að ykkur vantar hreinlega bara mjólk, rjóma og brauð þá verður það í boði.
Við ætlum að skella í grill á laugardeginum og verður þá hægt að stoppa við og kaupa sér hamborgara og franskar, upp úr hádegi og eitthvað fram eftir degi. Hlutirnir eru til svo lengi sem þeir klárast ekki. Mögulega lengjum við opnunartímann og opnum eitthvað á sunnudeginum ef að búðin verður ekki tóm.
Hátíðarkvöldverður
Á kvöldin verður aðeins öðruvísi stemming en þá verðum við með óvissu hátíðarkvöldverð í boði fyrir þá sem þora. Við verðum með mikið af færasta fólki í bransanum og svo auðvitað verður mamma líka. Okkur finnst það ekki boðlegt að sveitungar hafi ekki tækifæri á því að koma fínt út að borða nema að það sé á höfuðborgarsvæðinu.
Alba Hough er búin að stilla upp drykkjar pörun með matnum, en það fer eftir réttum hvort það sé bjór, vín eða líkjör. Ég sjálf, Helga Haraldsdóttir býð upp á mat gerðan úr íslenskum hráefnum, innblásin af Reykhólasveitinni.
Ef það á að leyfa sér eitthvað þá mæli ég með þessu hvort það sé á undan Herberti eða á undan hlöðuballi, þá er best að mæta ekki svangur á skemmtun.
Það eru takmörkuð sæti í boði tryggið ykkur borð sem fyrst.
Föstudaginn 15.08 kl. 18:00- 20:30 24 sæti laus
Laugardagur 16.08 kl. 18:00- 20:30 24 sæti laus
Við byrjum á fordrykk og við tekur svo 4 rétta matseðill með drykkjarpörun ásamt kaffi með eftirréttunum.
Einn matseðill í boði, setið á langborði og vín og drykkir innifaldir.
Við getum reynt að koma til móts við ofnæmi ef við fáum að vita þau með fyrirvara.
Verð:
18.900 matseðill með víni
9.900 matseðill án drykkjarpörunar (hægt að kaupa bjór, gos eða kaffi á staðnum)
Pantanir í gegnum SMS í sima 783-0126
Látið fylgja nafn, fjölda fólks og ofnæmi eða óþol ef svo ber við.