Fara í efni

Dagskrá Reykhóladaga, föstudag 18. ágúst

17.08.2023
Fréttir

Föstudagur:

13:00 - 15:30  Sumarhátíð - Sirkus íslands mætir á staðinn og er með sýningu og mun svo snúa blöðrur eftir sýninguna. Kandýfloss, krapvél, teymt undir börnum, grillaðar pylsur, andlitsmálning og froðudiskótek. Í Hvanngarðabrekku :)

16:00  Bogfimimót - Ungmennafélagið Afturelding heldur bogfimimót í íþróttahúsinu. Skráning á staðnum og hægt að fá lánaða boga. Keppnisgrein þar sem allir geta tekið þátt!

17:00  Stiklur  Ómars Ragnarssonar sem teknar voru upp í Reykhólahreppi verða sýndar á Báta- og hlunnindasýningunni. Hægt að kaupa pönnukökur með rabbabara og rjóma eða upprúllaðar með sykri og ferðast til fyrri tíma í huganum og með bragðlaukunum.

20:00-21:00  Kántrí tónleikar  verða á Báta- og hlunnindasýningunni. Fólk er hvatt til að rífa fram kúrekahattinn og kátrí gallann :) Frítt inn.

21:00 Sundlaugarpartý fyrir 13-17 ára.  Grettislaug.

22:00-01:00  Ball með hljómsveitinni Festival á Báta- og hlunnindasýningunni.  18 ára aldurstakmark.  Aðgangseyrir: 2000 krónur.