Fara í efni

Endurnýjun slitlags á vegi í Reykhólahreppi

31.07.2024
Fréttir

Búið er að leggja nýtt slitlag á meirihluta vegarins í Reykhólasveit sem skemmdist í vor. Slitlagið er komið frá Bæ að vegamótum Reykhólavegar, en eftir eru kaflar frá Bæ að vegamótum á Oddamel, þ.e. vegarins norður yfir Þröskulda. Einnig eru eftir nokkrir kaflar á Reykhólavegi.

Veðurfar hefur sett strik í reikninginn hjá verktökunum, tafir hafa orðið vegna rigninga, en ekki er hægt að leggja út olíumöl ef mikil úrkoma er. Þess vegna er erfitt að segja hvenær þessu verki muni ljúka.

Borgarverk annast endurnýjun slitlagsins.