Fara í efni

Nemendur Reykhólaskóla gera verkefni um Hringrásarsamfélag

18.11.2023
Fréttir

Síðustu sex vikurnar hafa nemendur unnið að því að dýpka skilning sinn á hugtökum tengdum hringrás og Hringrásarasamfélagi. Við höfum meðal annars fengið Kjartan Þór Ragnarsson verkefnastjóra Hringrásarsamfélagsins í heimsókn til okkar.

Mið og elsta stig hafa hannað tillögur af nýjum sprotafyrirtækjum og bættri þjónustu í samfélaginu og útfært líkan af hugmyndum sínum.

 

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 11:00 verða nemendur með kynningu á verkefninu. Nemendur byrja á því að kynna verkefnin sín og að því loknu er hægt að ganga um og skoða verk nemenda.

Verið hjartanlega velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur.