Færeyjaferð FEBDOR í undirbúningi
Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi kynnir fyrirhugaða Færeyjaferð, 18.- 22. ágúst 2025. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofu eldri borgara undir fararstjórn Sigurðar Kolbeinssonar. Flogið verður frá Keflavík.
Ferðatilhögun:
- ágúst: Flogið með Atlantic Airways frá Keflavík kl. 11:45 og lent á flugvellinum í Vogey í Færeyjum kl. 14:10 að staðartíma. Flogið er með nýlegum og þægilegum þotum af gerðinni Airbus A320 sem skila farþegum upp að nýlegri og gæsilegri flugstöð í Vaagar. Um kl. 14:45 er lagt af stað í stutta skoðunarferð til Gásadals þar sem er fámennasta byggðin í Færeyjum með aðeins 15 íbúa. Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til Þórshafnar er um kl. 17:30. Innritun á Hotel Brandan skömmu síðar þar sem gist verður í 4 nætur. Hótelið er glænýtt 4* hótel í Þórshöfn. Kvöldverður á hótelinu. Tímamismunur á Íslandi og Færeyjum er +1 klst.
- ágúst: Kl. 10:00 er lagt af stað frá hóteli og ekið áleiðis til Klaksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum. Hádegissnarl á eigin vegum eftir heimsókn í Christians kirkjuna í Klaksvík. Eftir það er ekið til baka um Austurey og á leiðinni er komið við í Fuglafirði. Á leið til Klakksvíkur verður ekið í gegnum nýju göngin til Rúnavíkur sem voru opnuð á síðasta ári en í bakaleiðinni verður ekið gömlu leiðina og þannig einskonar hringferð um þessar fallegu eyjar. Áætluð koma til baka á hótel kl 16:00. Kvöldverður á hótelinu.
- ágúst: Frjáls dagur til að skoða sig um í Þórshöfn, ganga um miðbæinn, líta inn í verslunarmiðstöðina SMS og niður á höfn þar sem er jafnan mikið líf. Kl. 15:00 safnast hópurinn saman við höfnina og fer ásamt fararstjóra í gönguferð um Tinganes, helsta sögustað Þórshafnar þar sem landstjórn Færeyja hefur aðsetur m.a. Eftir göngutúrinn er hægt að fá sér kaffi á kaffihúsi eða á einhverjum af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem eru í Þórshöfn. Kvöldverður á hótelinu.
- ágúst: Lagt af stað frá hóteli kl. 11:00 og ekið til Kirkjubæjar sem er sögustaður Færeyinga líkt og Þingvellir okkar Íslendinga. Þar skoðum við rústir kirkjunnar, sem er frá miðöldum, og önnur hús á staðnum. Einnig verður boðið upp á hádegisverð í Kirkjubæ hjá þeim Jóannesi Paturssyni og Guðríði konu hans. Hús þeirra er elsta timburhús í Evrópu, sem enn er búið í, og á sér sögu frá 18. öld. Á leiðinni að Kirkjubæ verður staldrað í stutta stund við Norðurlandahúsið og einnig ekið um Þórshöfn og höfð viðdvölá stöðum þar sem er gott útsýni yfir bæinn. Á bakaleiðinni frá Kirkjubæ er aftur höfð viðkoma í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að kynna sér starfsemi hússins og skoða sig um í stutta stund. Eftir það verður ekið um Þórshöfn og stoppað á útsýnis-stöðum en ferðinni lýkur við hótelið um kl. 15:30. Kvöldverður á hótelinu.
- ágúst: Lagt er af stað frá hóteli á flugvöllinn kl. 05:45. Innritun í flug Atlantic Airways með brottför kl. 07:45 og lent í Keflavík kl. 08:15 að íslenskum tíma.
Verð & greiðslur:
Verð: 259.000 kr. á mann.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi 42.000 kr.
Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald sem innheimt er í heimabanka af Niko ehf. innan 3ja daga.
Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu í heimabanka eða með kreditkorti.
Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
Innifalið:
- Flug og flugvallarskattar.
•Gisting á Hotel Brandan 4* í 4 nætur m/morgunverði og 2ja rétta kvöldverði öll kvöld.
• Allur rútuakstur í skoðunarferðir og akstur til og frá flugvelli við Vaagar.
• Hádegisverður í Kirkjubæ og aðgangur að Christianskirkjunni í Klaksvík.
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn.
Þau sem ætla að fara í þessa ferð er bent á að koma upplýsingum um nafn, heimilisfang, kennitölu, netfang og símanúmer til Finnboga Jónssonar í síma 864 6244 fyrir 19. janúar.
Facebook síða Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi er öllum opin.