Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi
Mánudagar:
Gönguhópurinn Stormur gengur rösklega frá Rauða kross húsinu kl. 10:30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar svo í kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni á mánudögum.
Miðvikudagar:
Lína er með ræktartíma fyrir 60 ára+ kl. 11:00
Fimmtudagar:
8. febrúar. Valdís með spurningarkeppni í Rauða kross húsinu kl. 13:30
22. febrúar. Bingó í Barmahlíð, kl. 14:00
7. mars. Félagsvist í Tjarnarlundi kl. 13:30
14. mars. Aðalfundur félags eldri borgara í Rauða kross húsinu kl. 13:30
21. mars. Bingó á Silfurtúni kl. 13:30
4. apríl. Valdís Einarsdóttir með sögustund í Tjarnarlundi kl. 13:30
18. apríl. -Fyrirhugað- Hittingur á Laugum, matur með eldri borgurum frá Dölum, Reykhólum og Ströndum. Tímasetning auglýst síðar.
Föstudagar:
Gönguhópurinn Stormur gengur rösklega frá Rauða kross húsinu kl. 10:30 og endar þar í kaffisopa.
Milliferðir:
Lagt er af stað frá Silfurtúni kl. 13:00 þegar farið verður í Tjarnarlund eða Reykhóla
Mikilvægt er að fólk láti vita ef það vill koma með í ferðir og þarf far.
Þá skal hringja í Jón Egil í síma 867 5604.
Athugið að öll dagskrá hér er birt með fyrirvara um breytingar.
Sjá einnig www.dalir.is og www.reykholar.is
Hvetjum 60 ára+ og aðstandendur að gerast meðlimir að facebook hóp félagsins sem heitir
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi.
Þeir sem eru að skoða þetta á netinu þá er slóðin,
https://www.facebook.com/groups/754997662997354
Stefnt er að því að halda boccia námskeið í mars, verður auglýst síðar.
Félag eldriborgara vill líka koma því á framfæri að vinna er hafin í að skipuleggja ferð á tónleika á vormánuðum.
Einnig er vinna hafin í skipulagningu sumarferðarinnar 2024, stefnt er á 2 daga ferð í júlí, á slóðir Guðrúnar frá Lundi.