Frá 68. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti
11.10.2023
Fréttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður Fjórðungssambandsins. mynd bb/KHG
68. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti, var haldið 6.-7. október í Félagsheimilinu Bolungarvík.
Samkvæmt samþykkt 68. Fjórðungsþings að vori var ákveðið að umfjöllunarefni þingsins yrði Umhverfi og ímynd Vestfjarða.
Þingið var vel sótt, þó var enginn fulltrúi frá Kaldrananeshreppi.
14 ályktanir voru samþykktar, um mál sem skipta fjórðunginn mjög miklu. Má þar nefna samgöngur, orkumál, fiskeldi, frekari ljósleiðaravæðingu, öryggisnet viðbragðsaðila á Vestfjörðum og margt fleira.
Ályktanir, upptökur af framsöguerindum og þingskjöl má sjá hér.