Fundur um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði vel sóttur á Reykhólum.
Vestfjarðastofa boðaði til íbúafunda á Vestfjörðum í lok maí, þar sem fjallað var um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029. Allir Vestfirðingar ungir sem aldnir – nýir sem gamlir voru boðnir hjartanlega velkomnir.
Tæknin eitthvað að stríða í upphafi fundar, Aðalsteinn Óskarsson, Herdís Sigurgrímsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir.
Einn þessara funda var á Reykhólum og var hann vel sóttur. Ánægjulegt var að sjá hvað unga fólkið mætti vel og tók virkan þátt í starfi á fundinum.
Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri byggðamála hjá Vestfjarðastofu stýrði fundi og flutti erindi um loftslags- og orkuskiptaáætlanir sem eru mikilvægur liður í þessari vinnu.
Herdís Sigurgrímsdóttir fjallaði um gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir Vestfirði en hún er aðgerðaráætlun sem gerð er til fimm ára í senn. Í sóknaráætlun á hverjum tíma eru áherslur sem nýttar eru við úthlutun fjármagns.
Á fundinum var hópavinna þar sem annarsvegar var unnið með áherslur Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029 og hinsvegar með Framtíðarmyndir Vestfjarða 2050. Niðurstöður hópavinnu og umræðna verða nýttar við mótun framtíðarskipulags og aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði.
Eftir fundinn gæddu allir sér á pylsum sem fólk á vegum umf. Aftureldingar sá um að reiða fram.
Frekari upplýsingar hér