Gott að fylgjast vel með veðurspánni fram yfir helgi
30.01.2025
Fréttir

Litríkt kort, spá um hádegi á laugardag, 1. feb.
Leiðinda veðurspá er fyrir helgina og um að gera að fylgjast vel með spánni.
Á earth nullschool.net er hægt að sjá veðurkerfi á hnettinum, ekki alveg í rauntíma en virðist uppfært á 1 klst. fresti. Samkvæmt því hafa verið skil hér yfir um kl. 14:00.