Fara í efni

Handverksmarkaður Össu opnaður í dag

12.05.2023
Fréttir
Unnið að uppsetningu varnings fyrir nokkrum árum
Unnið að uppsetningu varnings fyrir nokkrum árum

Handverkshúsið í Króksfjarðarnesi er opnað í dag, 12. maí. Opið verður í allt sumar, kl. 10 - 18 alla daga fram í lok september. 

Á markaðnum er fjölbreytt handverk af mörgu tagi, skrautmunir, nytjahlutir úr tré, prjónavörurnar sívinsælu, glervörur, gæruskinn sem sútuð eru hér heima í sveitinni og margt fleira.