Fara í efni

Hlíf nýr félagsmálastjóri

02.09.2024
Fréttir

Hlíf Hrólfsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Starfinu gegndi áður Soffía Guðrún Guðmundsdóttir.

Hlíf er þroskaþjálfi, upprunnin  á Hólmavík og hefur starfað þar um langt árabil. Hún er því flestum hnútum kunnug á starfssvæði Félagsþjónustunnar.