Hringrásarsamfélagið í Reykhólahreppi
Vinna við mótun hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi er nú hafin. Verkefnið ber yfirskriftina Grænir
iðngarðar á Reykhólum í aðgerð Byggðaráætlunar C1. Markmið verkefnisins eru:
Að skapa ramma um auðlindamál Reykhólahrepps
Koma að samkomulagi á milli sveitarfélagsins, Þörungaverksmiðjunnar, Orkubús Vestfjarðar og ríkisins
um auðlindanýtingu í sveitarfélaginu.
Að skipuleggja hringrásarsamfélag og græna iðngarð í Reykhólahreppi.
Stofnaður hefur verið stýrihópur og hópur hagaðila sem munu koma að verkefninu.
Þann 9. mars n.k. verður haldinn íbúafundur um verkefnið. Fundurinn verður haldinn í sal
Reykhólar café á Reykhólum og hefst hann kl. 17.00.
Dagskrá fundar.
•Jóhanna Ösp Einarsdóttir kynnir aðraganda verkefnis, tilgang og stöðu.
•Björgvin Yorth group kynnir aðkomu Yorth group, stöðu vinnunar og tímalínu verkefnisins.
•Opið fyrir spurningar og umræður.
Sveitarstjórn hvetur íbúa til að mæta á fundinn. Léttar veitingar í boði.