Fara í efni

Hús á faraldsfæti

13.09.2024
Fréttir

Á miðvikudag var flutt heilt hús frá Miðjanesi norður í Bjarnarfjörð. Þetta hús var eitt sinn hluti af vinnubúðum á Grundartanga, var eldhús og borðsalur. Þegar hlutverki þess lauk þar keypti Gústaf Jökull húsið og flutti að Miðjanesi með það fyrir augum að koma því fyrir þar, en af því varð ekki.

Hússins bíður nýtt hlutverk á Svanshóli í Bjarnarfirði, hjá þeim Hlyn Gunnarssyni og Viktoríu Rán, hótelstjóra á Laugarhóli. Í því verða innréttuð gistirými fyrir ferðafólk.

Þennan sama dag komu 2 önnur hús í Bjarnarfjörðinn, að Hvammi og í Reykjarvík. Það var ekki tilviljun, því með þessu fyrirkomulagi var hægt að samnýta stóran krana sem var notaður til að hífa húsin á sinn stað

Meðfylgjandi myndir tók Viktoría Rán Ólafsdóttir.