Fara í efni

Íbúafundur - hvernig samfélag viljum við hafa í Reykhólahreppi?

01.06.2023
Fréttir

 Hvernig samfélag viljum við hafa í Reykhólahreppi?

Sveitastjórn Reykhólahrepps býður íbúa velkomna til að taka virkan þátt í mótun framtíðarsýnar hringrásarsamfélagsins á íbúafundi sem haldinn verður þann 6. júní n.k. í matsal Reykhólaskóla klukkan 17:00. Léttar veitingar í boði.

Á fundinum verður fjallað um einkenni hringrásarsamfélagsins og þau markmið sem stefnt er að. Svo raddir allra sem þess kjósa fái hljómgrunn í verkefninu verður íbúum boðin bein þátttaka í fjölbreyttum vinnustofum þar sem hver þeirra snertir einn lykilþátta samfélagsmótunar:

Umhverfis- og auðlindamál

Samfélags- og sveitastjórnarmál

Atvinna og efnahagsþróun

Menning, listir og þéttbýlisþróun

Einkenni, saga og náttúra

Samgöngur og fjarskipti

Með góðri þátttöku íbúa er stefnt að því að unnt verði að móta heildstæða og markvissa sýn á þróun og uppbyggingu hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi.

Fjölmennum og tökum virkan þátt í að móta framtíð Reykhólahrepps.