Fara í efni

Jólatónleikar krakkanna í Skrefinu

18.12.2024
Fréttir

Í gærkvöld buðu krakkarnir sem sem eru að læra tónlist í félagsmiðstöðinni, hjá Þorleifi Guðjónssyni, til tónleika í Reykhólakirkju.

Þorleifur Guðjónsson kynnir flytjendur, hann hefur kennt þeim tónlist og framkomu í vetur

Þetta var fjölbreytt efnisskrá, sönghópurinn Dívurnar söng meðal annars nokkur jólalög að sjálfsögðu og hljómsveitin Rokkbændur flutti nokkur lög. Þau tóku svo saman blues útgáfu af þorraþræl, frumlegt og skemmtilegt.

Dívurnar

Rokkbændur

„Nú er frost á Fróni“

Bestu þakkir til þessara fyrirmyndar ungmenna fyrir frábæra skemmtun.