Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember 2024
Kjörfundur í Reykhólahreppi vegna kosninga til Alþingis verður laugardaginn 30. nóvember 2024 í Stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps að Maríutröð 5a Reykhólum. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00.
Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað.
Þurfi kjósandi aðstoð við atkvæðagreiðsluna á hann rétt á henni . Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmaður má ekki vera frambjóðandi í kosningunum og ekki heldur maki, barn, systkini eða foreldri frambjóðanda. Þá er aðstoðarmanni óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningar.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps alla virka daga til kjördags, á opnunartíma skrifstofu, kl. 10:00 – 14:00
Upplýsingar um Alþingiskosningar 2024 er að finna á kosning.is
Kjörstjórn Reykhólahrepps,
Steinunn Ó. Rasmus formaður
Sveinn Ragnarsson
Andrea Björnsdóttir