Kjörskrá vegna forsetakosninga 1. júní 2024
17.05.2024
Fréttir
Forsetakosningar fara fram 1. júní næstkomandi. Kjörskrá Reykhólahrepps liggur frammi til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps á venjulegum opnunartíma, 10:00 - 14:00 fram að kjördegi.
Kjörskráin miðast við heimilisfang hjá Þjóðskrá 24. apríl 2024.
Einnig er bent á vefinn kosning.is en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um forsetakosningarnar og meðal annars hægt að fletta því upp hvort og þá hvar einstaklingar eru á kjörskrá.