Laus kennarastaða við Reykhólaskóla
Laus kennarastaða við Reykhólaskóla í
Reykhólahreppi
Reykhólahreppur auglýsir stöðu kennara við Reykhólaskóla lausar til umsóknar. Skólinn er samrekinn
leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Reykhólar er sveitarfélag
með um 270 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra á þéttbýlinu á Reykhólum. Á Reykhólum er að finna
margvíslega þjónustu.
Kennari (samkennsla á mið- og unglingastigi) 80-100% starf
Meginhlutverk:
o Samkennsla á mið- og unglingastigi
o Teymiskennsla með öllum kennurum skólans
o Ber ábyrgð á námi- og velferð nemendahópsins
o Vinna samkvæmt skólastefnu Reykhólaskóla og Reykhólahrepps
Menntunar- og hæfniskröfur:
o Kennaramenntun og leyfisbréf
o Metnaður og hæfni til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
með áherslu á samþættingu og leiðsagnarnám
o Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
o Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
o Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
o Reglusemi og samviskusemi
o Gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
o Hefur hreint sakavottorð
o Góð íslenskukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf
og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2023.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið
skolastjori@reykholar.is, eða í síma 434-7806. Ferilskrá og umsókn sendist á skolastjori@reykholar.is.