Laus störf á Reykhólum
Starfskraftur í áhaldahús.
Reykhólahreppur auglýsir eftir að ráða öflugan einstakling í teymi áhaldahúss. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni, með gott verkvit og er sjálfstæður í vinnubrögðum.
Viðkomandi verður hluti af viðhaldsteymi sem sinnir fasteignum sveitarfélagsins og öðrum tilfallandi verkefnum hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 100% starf. Starfssvið:
- · Náin samvinna við umsjónarmann fasteigna.
- · Umhirða og almennt viðhald á fasteignum sveitarfélagsins.
- Menntunar- og hæfniskrNáöfur:
- · Iðnmenntun sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegum verkefnum.
- · Geta til að vinna í teymi og sjálfstætt.
- · Fagleg vinnubrögð.
- · Góð samskiptafærni.
- · Tölvukunnátta kostur.
- · Ökuréttindi skilyrði.
- · Vinnuvélaréttindi og aukin ökuréttindi kostur.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps í síma 430-3200 eða á netfanginu sveitarstjori@reykholahreppur.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. Marí 2023 og umsóknir skulu berast á netfangið sveitarstjori@reykholahreppur.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Sumarstörf í Grettislaug
Reykhólahreppur auglýsir laus sumarstörf sundlaugavarða við sundlaugina Grettislaug á Reykhólum tímabilið júní - ágúst 2023 .
Leitað er eftir einstaklingum sem hafa náð 18 ára aldri og geta unnið sjálfstætt og hafa til að bera öryggisvitund. Starfshlutfall 80% – 100% eða eftir samkomulagi.
Starfssvið:
- · Öryggisgæsla við laug og öryggiskerfum.
- · Afgreiðsla og þjónusta við sundlaugargesti.
- · Eftirlit með sundlaug, heitum pottum og hreinlæti.
- Menntunar- og hæfniskröfur · Góð íslenskukunnátta skilyrði
- · Góð samskiptahæfni
- · Góðir skipulagshæfileikar
- · Reynsla af þjónustustarfi er kostur.
Allir starfsmenn Grettislaugar sækja sérstakt námskeið fyrir sundlaugarverði. Launakjör eru samvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskara sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps í síma 430-3200 eða á netfanginu sveitarstjori@reykholahreppur.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2023 og umsóknir skulu berast á netfangið sveitarstjori@reykholahreppur.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast
Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara á Hólabæ, leikskóladeild Reykhólaskóla á Reykhólum frá og með 1. ágúst 2023.
Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu af vinnu með börnum kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.
Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Upplýsingar um starfið, umhverfið og húsnæðismöguleika veitir Anna Margrét Tómasdóttir skolastjóri Reykhólaskóla, skolastjori@reykholar.is eða í síma 434-7806.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennsluréttindi
- Góð íslenskukunnátta
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
- Góðir samskiptahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og frumkvæði
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Flutningsstyrkur fyrir þá starfsfólk sem flytur til Reykhólahrepps