Leiðir til byggðafestu - námskeið Laugabakka 3. nóv.
29.10.2024
Fréttir
Næstkomandi sunnudag, þann 3. nóv., verður námskeið á vegum Leiðir til byggðafestu. Þá kemur Jón Halldórsson frá KVAN og fer yfir "Leiðtogafærni í eigin lífi". Þetta námskeið á erindi við alla, bændur, sjómenn, launafólk, frumkvöðla, foreldra... alla!. Jón Halldórs er þekktur fyrir að ná til fólks og vera með verkfæri til að blása þeim byr undir báða vængi. Svona námskeið kostar mikið fyrir einstaklinga að sækja - því er þetta einstakt tækifæri fyrir íbúa þessa svæðið því þetta er þeim að kostnaðarlausu núna. Endilega látið orðið berast, skráning hér:
https://docs.google.com/forms/d/16SiNVPK0yBM373mAL-Ips6rh9OHnW2q8hLdZfhKPB70/edit
Frekar um verkefnið:
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/byggdathroun/leidir-til-byggdafestu