-Leiðir til byggðafestu- námskeið
25.03.2025
Fréttir

- 31. mars, 1 og 3 apríl á netinu: Rekstur lítilla fyrirtækja með Jóni Snorra Snorrasyni prófessor við Háskólann á Bifröst. Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í tengslum við að þróa viðskiptahugmyndir. Farið verður yfir markaðsgreiningu tækifæra og hvernig viðskipta- og markaðsáætlanir eru byggðar upp. Lögð er áhersla á að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta í stofnun og rekstri fyrirtækis. Eftir námskeiðið eiga nemendur að: Þekkja að greina tækifæri á markaði og geta sett fram einfalda rekstraráætlun. Skráning í endurmenntun@bifrost.is