Fara í efni

Lovísa Ósk aftur komin til starfa á skrifstofu Reykhólahrepps

24.03.2025
Fréttir
Lovísa Ósk Jónsdóttir
Lovísa Ósk Jónsdóttir

Ásgerður Guðbjörnsdóttir lét nýverið af störfum á skrifstofu Reykhólahrepps vegna aldurs. Við hennar starfi tók Lovísa Ósk Jónsdóttir.

Lovísa er flestum hnútum kunnug á skrifstofunni því hún vann þar fyrir nokkrum árum. Er hún boðin velkomin til starfa.

Ásgerði eru þökkuð hennar góðu störf og óskað velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Ásgerður Guðbjörnsdóttir