Minnt er á fund um kröfur Óbyggðanefndar þriðjud. 27. feb.
Reykhólahreppur stendur fyrir opnum upplýsingafundi þriðjudaginn 27. febrúar nk. kl. 17 í matsal Reykhólaskóla þar sem verjandi Reykhólarhepps, Stefán Ólafsson hrl. hjá Pacta lögmönnum mun útskýra ferlið í þessum málum.
Reykhólahreppur býður öllum hagsmunaaðilum innan sveitarfélagsins að koma og hlýða á Stefán og varpa fram spurningum sem á þeim kunna að brenna.
Til meðferðar hjá Óbyggðanefnd eru kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenskra ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker sbr. 10. gr. þjóðlendulaga nr. 58/1998 en svæðið tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins. Í samræmi við þjóðlendulög hefur Óbyggðanefnd skorað formlega á þá sem telja til eignaréttinda á svæði því sem ríkið gerir kröfur til að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi 15. maí 2024.