Náttúrubarnahátíð á Ströndum
Það verður mikið fjör á Ströndum helgina 14.-16. júlí. Þá verður haldin árleg Náttúrubarnahátíð á Sauðfjársetrinu, sem er skammt sunnan við Hólmavík. Að venju verður þar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, en um er að ræða fjölskylduhátíð þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Á dagskránni eru bæði útivist, fróðleikur, smiðjur og listviðburðir. Ókeypis aðgangur er að hátíðinni og öllum viðburðum.
Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og ýmsir gististaðir í nágrenninu.
Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða og Orkubúi Vestfjarða.
Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:
Föstudagur 14. júlí
17:30 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni lagt af stað frá hátíðarsvæðinu í Sævangi
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi
19:00 Mögnuð töfrasýning Ingó Geirdal
20:00 Spennandi Náttúrubarnakviss
Laugardagur 15. júlí
12:00 Núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti
13:00 Tröllarölt með tröllinu Tufta Túnfæti
13:00 Náttúrufjör: Bogfimi, Strandahestar, eldsmiðja, kajakar, náttúrubingó, steinastöð frá Náttúruminjasafni Íslands, jurtalitun og fjör frá Eiríksstöðum, skrifað með fjöðrum, opið hús í tilraunastofunni, ísbjarnasögur á sviðinu, grillaðar pylsur og fleira
14:30 ÞYKJÓ Blómasmiðja: Fjölskyldur rækta sín eigin blóm úr ullarafgöngum
16:30 Flugdrekasmiðja með Arite Fricke: Gerðu eða skreyttu þinn eigin flugdreka úr notuðum bókum
17:30 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu í Sævangi
20:00 Stórskemmtileg kvöldvaka og tónlist með Gunna og Felix
21:00 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu
Sunnudagur 16. júlí
12:00 Náttúrujóga með Önnu á Galdrasýningunni
12:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu í Sævangi
13:00 Benedikt Búálfur og Dídí koma í heimsókn
13:30 Skemmtileg náttúru skúlptúrasmiðja með Ingrid Ogenstedt
15:00 Fjölskylduplokk