Ný hleðslustöð á Reykhólum
17.08.2023
Fréttir
Nýlega setti Orkubú Vestfjarða upp hleðslustöð fyrir bíla á Reykhólum. Þetta eru 2 AC hæghleðslustöðvar, 22kW og hægt að tengja 2 bíla við hvora stöð, þ.e. 4 bílar geta verið í sambandi í einu.
Stutt er í hraðhleðslu í Bjarkalundi, um 15 km., en þar er 150kW stöð.
Orkubú Vestfjarða hefur gert samning við e1 varðandi aðgangsstýringu, vöktun og aðstoð við notendur og stöðvarnar verða ennfremur í smáforriti e1 þannig að hægt sé að fylgjast með stöðu þeirra á hverjum tíma.