Fara í efni

Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð á morgun

24.10.2023
Fréttir

Vegagerðin mun opna hina nýju brú yfir Þorskafjörð á morgun kl 14. Er það átta mánuðum á undan áætlun.

KLippt verður á borða á brúnni og innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson og Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, flytja ávörp. Að því loknu fer Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga ríðandi yfir brúna með fjölskyldu sinni, en það mun hafa verið á svipuðum slóðum og brúin er sem Gull-Þórir sundreið á gæðing sínum Kinnskæ yfir Þorskafjörð.

Nýja brúin er 260 metra löng og tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú í sex höfum. Auk hennar voru gerðar vegfyllingar á 2,7 km kafla. Verklok voru áætluð í lok júní 2024 og er framkvæmdin því langt á undan áætlun.