Fara í efni

Nýjar áherslur Sóknaráætlunar Vestfjarða 2020-2024

28.03.2023
Fréttir
Sóknaráætlun 2020 - 2024
Sóknaráætlun 2020 - 2024

 

Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 er stefnumótandi sértæk byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem felur í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir. Í henni er falin sýn íbúa svæðisins á það hvernig Vestfirðir eigi að þróast næstu ár. Við mótun Sóknaráætlunar var gert ráð fyrir endurskoðun á áherslum á miðju tímabili. Sett voru áhersluverkefni til fyrstu þriggja ára og árið 2022 var ráðist í endurskoðun á áherslum Sóknaráætlunarinnar. Endurskoðun á áherslum var unnin með samtölum við hagaðila, á Fjórðungsþingi Vestfirðinga og á Ungmennaþingi Vestfjarða haustið 2022. Í desember var boðað til fundar hagaðila og farið yfir niðurstöður rýni og að lokum vann vinnuhópur hluta stjórnar og starfsmanna Vestfjarðastofu tillögur sem samþykktar voru af stjórn Vestfjarðastofu á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2023. Nýjar áherslur eru því lagðar til grundvallar ákvörðun um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir árin 2023 og 2024. Við næstu úthlutun Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða verða nýjar áherslur lagðar til grundvallar ákvarðana um styrkúthlutanir. Uppfærða útgáfu Sóknaráætlunar Vestfjarða með endurskoðuðum áherslum má finna hér; Uppfærð Sóknaráætlun Vestfjarða 2023