Opnuð tilboð í brúarsmíði yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá
Fyrir rúmri viku voru opnuð tilboð í brúarsmíði yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá. Þetta er í 2. sinn sem þessi verk eru boðin út, fyrra útboðið var í maí en þá bárust engin tiboð og var því auglýst aftur.
Þrjú tilboð bárust og voru þau öll verulega yfir kostnaðaráætlun sem er 718,4 m.kr. Lægstbjóðandi var Eykt ehf, sem bauð 1.130 m.kr. og var 57% yfir kostnaðaráætlun.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025.
Bjóðandi |
Tilboð kr. |
Hlutfall |
Frávik þús.kr. |
Ístak hf., Mosfellsbæ |
1.251.744.394 |
174,2 |
121.808 |
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík |
1.155.844.682 |
160,9 |
25.908 |
Eykt ehf., Reykjavík |
1.129.936.429 |
157,3 |
0 |
Áætlaður verktakakostnaður |
718.371.378 |
100,0 |
-411.565 |
Umræddar brýr eru sitt hvors vegar við Klettsháls, Fjarðarhornsá að austan og Skálmardalsá að vestan verðu.
Skálmardalsá.