Fara í efni

Orð ársins í Reykhólahreppi

04.12.2023
Fréttir

Það er ýmislegt sem hefur gerst á árinu sem er að líða, því er íbúum boðið að kíkja í baksýnisspegilinn og tilnefna orð sem hefur verið mikið notað, orð sem hefur haft áhrif í samfélaginu eða orð sem átti að hafa áhrif en gerði það ekki.

Orð sem allir þekkja eða orð sem er bara notað í vinahópnum. Orð með sterkum íslenskum grunni eða slangur. Þetta er mest til gamans gert.

Hér er slóð á könnun til að skila inn nafnlausri tillögu.

Orð ársins í Reykhólahreppi (google.com)