Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 -2034 – efnistökusvæði E-27.
Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 -2034 – efnistökusvæði E-27.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti 15. júní 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í afmörkun á 1 ha efnistökusvæði við Karlseyrarveg (E27) sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Heimilt er að vinna þar allt að 22.000 rúmmetra efnis. Breytingin er sett fram í greinargerð dags. 7. júní 2023 með rökstuðningi og breytingaruppdrætti í mkv. 1:10.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykhólahrepps. Breytingin er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/504
Sveitarstjóri Reykhólahrepps