Fara í efni

Rappað í Reykhólahreppi - Reykjavíkurdætur & Reykhóladætur

17.02.2024
Fréttir

Í félagsmiðstöðinni á Reykhólum var á dögunum rappnámskeið með þeim Röggu Hólm og Steinunni, Reykjavíkurdætrum.

Þátttaka var mjög góð og eins og kemur fram í eftirfarandi rapp/rímu er þetta bara upphafið á ferli Reykhóladætra, þetta skýrir sig sjálft :

 

Hér kemur boðskapur í bundnu máli

Bóndasynir og dætur í öll úr stáli

Ekki prjáli

Þau skipta öllu máli

Allir voru með í rupp, ripp og rappi

Og sömdu rímur af miklu kappi

 

Reykjavíkur dætur Steinunn og Ragga

Rifu upp rapp í frosti og sagga

Komu á kagga

Þurfum að flagga.

Börn og ungmenni gerðu betrumbætur

Og beint á efni stofna Reykhóladætur!

 

Þarna urðu til framtíðar textahöfundar og rappar sem eru

Frábær

Hávær

Æðisleg

Og dásamleg

Rappa betur en Eminem

Og halda röppurum á tánum

Núna sjáum við hvernig fer

Aðrir rapparar skjálfa í hnjánum

 

Næst á plani er að miðla og mæta

Um miðjan apríl ætla okkur aftur að kæta

Þau munu gefa út lag

Með sterkum brag

Þennan dag

Um samfélag

Sem við þekkjum öll og gera okkur stolt

Reykjavíkurdætur og Reykhóladætur

Skipa sess

Sjáumst hress

Ekkert stress

Bless



(höf. Beta og Jóga)